Það er eitthvað sérstakt við þá tengingu fólks sem getur litið á hvort annað og hlegið, án þess að segja orð. Þegar hugsanirnar tengjast á einhverju öðru sviði, fær það mann til að velta fyrir sér hvort það þurfi í raun eitthvað annað til þess að vekja hrifningu eða hvort góður húmor og hlátur sé nóg. Fallegt bros hjálpar til.
Read MoreÉg geng alltaf hratt upp götuna sem ég bý við. Hún er ekki mjög heillandi eins og stendur, framkvæmdir hafa staðið við eitt niðurnítt húsið í lengri tíma og ber gatan þess merki. Rusl frá framkvæmdunum liggur út á götuna sjálfa og hátt málmgrindverkið sem hafði verið þakið pappa til að hylja verksummerkin á jarðhæð er götótt og slitið, svo það fegrar ekki neitt.
Read MoreHún steig upp á borðið, varfærnislega en ákveðið og beygði sig þótt hún vissi að lofthæðin hefði rúm fyrir hana. Hún leit í augu móður sinnar, þar örlaði fyrir vanþóknun en hún virtist síðan muna á örskotsstundu að nú var tími til að fagna, en ekki skamma.
Read MoreÁrið 2019 birtist neðangreind setning í stefnuyfirlýsingu á vefsíðu hreyfingar, sem ítrekað reynir að gera vart við sig á Íslandi, eins og hún hefur gert á hinum Norðurlöndunum. Þar kemur fram að hreyfingin vilji….
Read MoreLyktin og reykurinn úr púströrinu fylltu vit hans. Í sama andartaki gelti hundur og barn í kerru henti leikfangi á gangstéttina. Menn að flytja sófa hurfu fyrir horn og nokkrar konur, sem honum þótti ungar en voru þó komnar af sínu blómaskeiði, stóðu í hóp og stungu saman nefjum.
Read MoreÉg var á tjaldsvæði við Heklurætur um Verslunarmannahelgina þar sem sjónvarpi hafði verið stillt upp til að horfa á beina útsendingu úr brekkusöngnum á Þjóðhátíð. Eftir útsendinguna var sýnt frá tónleikum til heiðurs hljómsveitinni Bee Gees og í kjölfarið spratt þessi saga fram í huga mér og neitaði að víkja fyrr en hún var komin á pappír.
Read More