Gnauða

Janúar hefur verið ansi kaldur, kannski eins og við er að búast með þennan mánuð ársins. Ég held ég gangi í gegnum það sama á hverju ári - jólin klárast og í huga mér er komið vor: raunveruleikinn er sá að janúar, febrúar og mars koma hver á eftir öðrum - svo er apríl og maí og þá er kannski rétt svo farið að koma sumar. Og á einhvern hátt ætla ég að halda í bjartsýni og góða skapið vitandi að ég mun ekki upplifa hlýja sól og grænt gras næsta hálfa árið.
Horfði reyndar á smá úr The Secret myndinni í kvöld. Ég verð bara að lifa inn í sólinni, með sólina á andlitinu, loka augunum og finna fyrir henni á húðinni og þá rætist það bara. Þessi mynd var annars smá asnalega sett upp - kalt mat. Virkaði ótrúverðug, þó boðskapurinn sé góður.

Það hlýtur semsagt að fara að birta til og hlýna. Nei, ég meina. Það er hlýtt og það birtir til. Þannig virkar þetta víst.