Rangá

IMG_1620.jpeg

Vetur

Ég fékk í afmælisgjöf frá tengdafjölskyldunni tveggja nátta gistingu á Hótel Rangá og nú liggjum við hér - enn smá þunn síðan í gærkvöldi - og slökum á. Ég er ekki góð í að slaka á, finnst ég alltaf verða að gera eitthvað. Kannski er það af því að það er of mikið af dóti út um allt heima, ekki nóg hugarró. Kannski ég hefði gott af því að minnka í kringum mig allskonar óþarfa. Eyða oftar í slökun en eitthvað rugl, upplifun frekar en hluti, vandað frekar en fjöldaframleitt. Nauðsynjar frekar en skyndiákvarðanir. Finna samt líka jafnvægið, elta hjartað og vera ekki of alvarleg með allt. Ætli þetta sé ekki bara áramótaheitið í ár.

Henda óþarfa rusli og óþarfa tilfinningum. Leyfa 2020 að fara og hverfa í bókstaflegri merkingu.