D-á-s-a-m-l-e-g-t ljóð
Orðið dásamlegt á mörg samheiti.
Himnesk stund og heillandi,
hrífandi og töfrandi,
aðlaðandi og elskuleg,
er ekki tilveran fín?
Seiðmagnað og skemmtilegt,
stórkostlega dásamlegt:
Yndislega spennandi
að vera komin heim til þín.