Bezt í heimi?

Einu sinni bezt
í heimi
óx um ásmegin
litla Ísland
en tapaði svo.
Þá man ég 
er Þór í reif
járnin og jörð skalf. 

Hvar eru nú
vættir og vanir
Ísalands synir
dugmiklir kappar
og durgar þeir
er verja eiga
farsæla, fríða
hrímhvíta móður?

Sit í sárum
barið orðum
annarra þjóða.
Vegna gjörða
varga þeirra
er hjá fólki
leyndu lágu
og lugu.

Bíðum tíma
betri sólar
upp úr hafi
endurfædd 
mun rísa
hin fagra,
kona fjalla
farsæla.