Jeminn eini
Batteríin mín eru eitthvað tóm.
Ég veit ekki alveg hvernig mér líður.
Ég er hálf orðlaus eitthvað.
Hvernig kem ég orðum
að einhverju sem ég hef ekki
upplifað áður?
Eða tilfinningum
sem eru alveg nýjar?
Hvað er í gangi eiginlega?
Ég sit bara og pikka á tölvuna, langar að segja eitthvað. Ætli ég þurfi ekki að sofa á þessu. Þá kem ég þessu örugglega í orð. Það er eins og inni í mér sé einhver ólga tilhlökkunar: gleðisprengju ólguþrá. Ef ég leiði hugann að henni þá fer hún að hringsnúast og ég get ekki stoppað hana til að mæla hana út.
Ég varð smá hrædd við þessa gleðisprengju í dag. Eins og ég myndi alveg missa hana frá mér ef ég væri ekki að veltast um í henni. Þá er gott að hafa góðar möntrur eða setningar sem geta endurómað í hausnum og yfirgnæft þennan ótta. Óttinn er eftir allt líka fínasta mælitæki - eða áttaviti - um hvað skiptir mann máli.
Láttu þér líða vel, þetta líf er til þess gert.
Stundum þarf ég bara að skrifa hlutina niður, þótt það sé bara í einhverri óreiðu eins og þessari, til þess að skilja sjálfa mig betur. Við fyrsta yfirlestur á þessu bulli gat ég slakað á sjálf. Andað léttar.