Heima er best

public.jpeg

Ég veit ég hef verið ódugleg að skrifa færslur á bloggið mitt, enda einhvern veginn erfitt að setjast niður og skrifa þegar maður situr fyrir framan tölvu allan daginn, en samt finnst mér texta skrif vera eitt það sem ég hef mesta ánægju af. Eða hef alltaf talað um það. Ég hef áhuga á…

Eins og þeir sem fylgjast með mér á samfélagsmiðlum eru eflaust meðvitaðir um þá er ég heima á Íslandi og eins leiðinleg og mér finnst pólitíkin vera hér, þá er svo gott að vera heima hjá sér. Njóta þess að tala eigið tungumál, liggja í eigin rúmi og vera með þeim sem maður elskar.

public.jpeg

Ég hlakka eiginlega lítið til að fara aftur til Parísar en ég hugsa að það verði betra þegar ég verð komin aftur út. Ég hef alltof miklar áhyggjur af framtíðinni. Bæði minni eigin, landsins míns og jarðarinnar.

Hvar verð ég eftir 10-20 ár? Það er alveg ómögulegt að segja..