Tíminn

Tíminn er skrítið fyrirbæri - okkur er sagt að hann sé afstæður, en stundum er hann svo áþreifanlegur að það er hægt að finna hann renna sér úr greipum. Það var í nótt sem klukkan færðist yfir í sumartíma hér í Evrópu og þegar ég var að fara að sofa í kringum klukkan 2, sá ég að hún var allt í einu orðin þrjú. Heill klukkutími sem ég missti bara af mínum tíma vegna ákvörðunar sem manneskjan hefur tekið gagnvart tímanum. Áhugavert.

Svo græðum við klukkustund að hausti. Þá er þessi klukkustund komin til baka og ég get gripið hana, skellt henni á úrið mitt og allt verður eðlilegt aftur.

LRG__DSC1749.jpeg

Standast tímans tönn

Tré velta klukkunni ekki mikið fyrir sér, eins og við mennirnir - en eru samt bundin tímanum á einhvern hàtt - eins og við.