"Ahlan wa Sahlan"; er yfirleitt þýtt sem "velkomin", en upprunaleg setning og samhengi er lengra og flóknara.
Upprunalega setningin er :
حَـلَـلْـتَ أهلاً ونزَلتَ سهلاً
[halalta ahlan wa nazalta sahlan]
[halalta] merkir “þú ert komin/nn/ð”
[ahlan] er þolfallsmynd af orðinu (ahl) sem þýðir fjölskylda. Það er t.d. hægt að segja [ahli] sem þýðir “fjölskyldan mín” eða “fólkið mitt”
[nazalta] merkir “að koma, fara til, dveljast (í húsi eða á hóteli).
[sahlan]- þolfallsmynd af orðinu [sahl] sem merkir “aðgengilegt eða slétt (land eða vegur).
Þess vegna er þýðingin í raun
”Þú ert komin meðal fólks sem er líkt og fjölskylda þín og til staðar sem er aðgengilegur”.
Þessi frasi styttist síðan niður í [Ahlan wa Sahlan]