.

View Original

Það rignir sprengjum í Kyiv

Skrifað stuttu eftir innrás Rússa í Úkraínu


Droparnir falla á þakið og heimurinn minnkar í hvert skipti. Lítil dama situr og ruggar sér fram og til baka. „Þú átt eftir að ná langt. Foreldrar þínir hljóta að vera svo stolt af þér. Þú ert svo hæfileikarík“.
Hún grefur andlitið ofan í feldinn. Lyktin af hundinum er róandi. Hlýjan enn frekar.
Droparnir á þakinu eru ærandi.
Rödd Edith Piaf sker í gegnum allt. Kraftmikil tónlistin leikur undir, droparnir falla í takt og líkaminn ruggar með. Ekkert róar meira en kunnugleg ást hundsins sem elskar skilyrðislaust en skilur ekkert í ástandi heimsins.
Þakið skelfur undan dropunum og drunurnar keppa í takt við Piaf á fóninum.
Það er engin undankomuleið.
Ekkert nema ástarhjal og loforð hvísluð í eyra hunds sem skilur ekki mannamál og rólegt, taktfast rugg. Fram og til baka í faðmlagi.

Það rignir sprengjum í Kyiv.


Viðbót 18. október 2023
Það rignir sprengjum í Palestínu.