.

View Original

Orðaforði

Orðin mín
fylla rýmið
þau eru stærri en bara stafirnir.

Orðin enduróma hugsanir sem mjakast

h æ g t
og r ó l e g a

um allt herbergið

leka niður veggi
og fylla í öll skot, holur og líka inn í innstungurnar.

Þau eru rafmögnuð, alltumvefjandi

ORÐ

sem með rödd minni eða táknum mínum
breyta merkingu aðstæðna.

Aðstæður væru annars tómar
og þar væri ekkert
án orða

og ekkert er orð.