.

View Original

Skriffæri

Ég er bara blýantur

sem reynir að spinna sögu
sem við getum átt saman

en af einhverjum ástæðum
ertu eins og 
alltof æst strokleður
sem eyðir því sem ég segi

svo ég hætti að trúa því
að þú sért í rauninni blýantur
eins og ég.

En samt 
lætur þú oftast eins og
skrúfblýantur sem er tilbúinn 
að semja með mér sögu
- nema þegar á blaðið er komið.

Ég skil þig ekki.
Ákveddu þig, 
annars ertu ekki velkominn
í pennaveskið mitt.