.

View Original

Seint um kvöld

Það rignir mikið. Gul viðvörun örlítið norðar, þar ber fólki að varast asahláku.

Regnið ber þakið á bústaðnum og öðru hverju brakar í timbrinu í vindhviðum.

Ég þarf ekkert að fara út. Ég ligg bara undir sæng.

Á morgun ætla ég að skrifa og mála. Lesa bók. Hún verður sennilega fyrsta bókin í lengri tíma sem ég klára.

Fljótlega ætla ég að fara að sofa.

Allt sem er notalegt minnir mig á ástina.

Ástin kveikir einhverja von um framtíðina. Ef allt þrýtur flyt ég bara í kofa úti í skógi, slekk á símanum og elska.

Mikið er ég heppin að fæðast hér á þessum friðsama stað.

Það er ótrúlega gaman að vera ástfangin. Enn skemmtilegra þegar það kemur manni sífellt á óvart.

Ég hélt ég hefði fyrir lifandi löngu fundið út hvernig manneskja ég er. En ég leyni á mér.

Óvænt ánægja, allar þessar nýtilfundnu tilfinningar. Þvílík blessun.

Góða nótt.