.

View Original

Bíltúr

Það greip mig einhver óstjórnanleg þörf til að setjast niður og skrifa, svo mikil að ég er að tefja brottför okkar mæðgna úr bænum. Við ætlum að skjótast austur í sveit og kíkja á apana. Aparnir eru McDonalds-fígúrurnar sem hafa í áratugi verið ábúendur í eina húsinu á sumarbústaðalandinu okkar, litlu kofaskrifli sem mamma smíðaði fyrir mig og dótið mitt þegar ég var lítil.

Við höfum lengi grínast með að þeir séu heldur erfiðir leigjendur, enda húsið farið að láta á sjá eftir margra ára ágang veðurs og vinda. “Það er bara allt í rúst eftir þessa apa”.

Apagreyin hafa voðalega lítið gert samt annað en að liggja bara - örugglega ósáttir við hlutskipti sitt. Önnur leikföng fengu að daga uppi í kössum í hlýrri geymslunni hérna í Kambaselinu en þeir urðu einhvern veginn táknmynd okkar mömmu sem dreymir um að eiga sumarbústað.

Nú er mamma farin að reka á eftir mér svo þessi hugdetta verður voða lítið lengri en þetta. Mikið er ég þakklát fyrir svona sumardaga. Ég veit ekki einu sinni hvaða vikudagur er. Eða jú, ég veit það, en svona rétt svo. Hlakka til næstu daga - sumarið, almennt, er eins og tónlist í mínum eyrum.