.

View Original

Andvaka

Það verður mér ekki alltaf yrkisefni þegar ég er andvaka en hér ligg ég nú víst með lítinn hrjótandi hund upp á arminn og sleppi orðinu af andvökuljóði.

Ég steinsofnaði í fyrra fallinu og vaknaði korter yfir eitt. Þegar ég leit á klukkuna var ég handviss um að hún væri langt gengin í fimm og rak þ.a.l. upp stór (en mjög þreytt) augu þegar ég sá að hún var ekki meira.

Þrátt fyrir að vita betur tók ég þá upp símann og fór að lesa eitthvað mér til skemmtunar og endaði á að pikka lítið ljóð inn á símann og bæta á vefinn.

Á meðan liggur hundurinn Mía með nefið í hálsakoti hjá mér og ég öfunda hana á að geta flakkað fyrirhafnarlaust milli svefns og vöku.

Það er vindur úti - mér finnst allt í einu eins og það sé kominn vetur. Mig hryllir við tilhugsunina og þakka fyrir að sumarið sé framundan. Það styttist í að ég heimsæki Spán og Danmörku (vinnuferðir) og kem svo beint heim í langa helgi (Hvítasunnan). Ekki svo galinn maímánuður.

Þetta verður bara frábært allt saman - en fyrst að sofna. Það væri ákjósanlegt byrjunarskref.