.

View Original

Unga fólkið í Barcelona

Það er svo áhugavert að hlusta á allt þetta unga fólk hér á toppi Barcelona. Samankomin á þessari hæð sem trónir yfir borginni, með gömlu loftvarnarbirgi og útsýni í allar áttir. Heimafólk, Spánverjar, Ítalir, Frakkar, einn frá Púertó Rico, ein frá Líbanon. Fólk frá Bandaríkjunum, frá Japan og frá Bretlandi. Svart fólk, hvítt fólk, brúnt fólk, fólk með slétt hár, krullur, freknur. Stór og smá. Sum drekka vín, önnur vatn, einhver reykja. Óteljandi tímalínur, óteljandi möguleikar. Gleði, sorg, bros og dans. Ástfangin og í ástarsorg. Ekki öll elska eins en allt er þó rétt.

Hér er erfitt að ímynda sér að manneskjan stundi það að fara í stríð. En hér sitjum við nú samt, á gömlu loftvarnarbirgi.