.

View Original

Páskar

Páskahretið kom fyrir páska í ár. Ég á reyndar von á hreti á morgun líka. Á vorin er líka tíminn þar sem dagarnir og næturnar eru jafn löng. Dagarnir eru bjartir og sólin sterk (þegar hún sýnir sig) en á kvöldin hellist myrkrið samt yfir. Það er ágætt fyrir sálina sem kemur birtuþurfi undan vetri. Nú er hvorki sumar né vetur - einfaldlega því það er vor.

Með vorinu byrja blómin að springa út, litlir knúppar birtast á trjánum og von vex í brjósti fólks á norðurhveli jarðar um að það komi eftir sem áður sumar. Hvítvínsglas í hönd og nýja tölvu undir fingrum skrifast sögur, hver á eftir annarri, því of margar dúsa þær annars í höfði höfundar.

Nýja örsögu má nú finna undir “Ljóð og sögur” hér á síðunni.