Aðfaranótt aðfangadags
Ligg andvaka eldsnemma um morgun, aðfangadagur er á fimmtudegi í ár og líkaminn tilbúinn til að mæta í vinnu eins og hina dagana. Ég er ótrúlega heppin að hafa vinnu, hugsa um það svo oft. Hvernig þetta æxlaðist allt saman, ég ákvað að fara heim frá París, klára námið og sjá svo til með framhaldið. Svo kom heimsfaraldur og allt árið búið að vera í hönkum síðan.
Svo fyrir tilviljun fékk ég vinnu sem ég er eins sátt við og ég gæti verið, skrýtið að mæta ekki í vinnuna á hverjum degi eins og maður var vanur - en nú eru tímar að breytast líka og kannski enn meira rými og skilningur fyrir fjarvinnu en áður.