Og svo kom nýtt ár
Þá er runnið upp árið 2020. Tíminn stoppar víst ekki fyrir neinu. Hvorki fyrir loftlagsvá eða stríði í Íran, eða þrjátíuára afmælum.
Ég hef hingað til ekki velt aldri mikið fyrir mér, það er einstaka sinnum að ég sé auglýst eftir “áhugasömum ungum leikurum” og ég sé að aldurstakmarkið er töluvert lægra en minn, þó ég sé ekki einu sinni orðin þrítug.
Og þetta með að skríða á fertugsaldurinn. Þetta er nú allt saman bara einhver stærðfræði og ég var á málabraut og skipti mér því lítið af henni.
Á dögunum hljóp ég í fyrsta skipti heilar 24 mínútur á hlaupabretti (reyndar með leiðsögn Nike forrits á símanum, sem hjálpaði) og ég held ég hafi sjaldan verið jafn stolt af mér. Jú okei ég hef oft verið jafn, ef ekki meira, stolt af sjálfri mér en þetta var ákveðinn langtímadraumur sem uppfylltist og ég gladdist mjög. Ég er nefnilega með áreynsluastma og allt stefnulaust hlaup getur reynst mér erfitt (dans, hopp og handbolti var það ekki eins mikið, af e-m ástæðum).
Ég er enn að koma mér niður á jörðina hérna, eftir dvölina í París - ætli ég hafi ekki skrifað eitthvað um það síðast líka. Tíminn leið hratt í lokin og ég er stolt af því sem ég gerði þar, en aðallega stolt af því að ég fann hvað aðrir kunnu að meta mín störf.
Og þakklát.
Nú er kominn tími til að skrifa meistararitgerð og ég er enn frekar stressuð yfir því, held að þetta stress hafi hafist fyrir löngu, þó ég geti ekki alveg sett puttann á það hvenær það var. Ég kem vonandi til með að róast aðeins þegar ég get útbúið betri beinagrind um hvað ég ætla að gera og hvernig, þangað til get gera svosem ekkert gert en að reyna að anda rólega bara.