Parísarilmur
París, almennt séð, lyktar af pissi.
Ekki draga of djúpt andann upp í nefið án þess að fullvissa ykkur fyrst um að engum hafi verið mál nálægt staðnum sem þið standið á.
Ég er með loftlagskvíða þessa dagana. Þessa dagana er vægt til orða tekið reyndar, ég er bara almennt með loftlagskvíða. Ég reyni að gera það sem í mínu valdi stendur til að menga minna, nota minni plastumbúðir, borða meira grænt og svo framvegis. Mér finnst ég samt svo lítils megnug, valdalaus gagnvart aðgerðarleysi en einnig gagnvart fáfræði almennings á svo mörgum stöðum. Af hverju, af hverju í andskotanum er ekki auglýsing á auglýsingu ofan á samfélagsmiðlum eða í sjónvarpinu um það hvað hver og einn getur gert til að bjarga plánetunni??
Það er bara verið að ræða þessi mál. Ræða þessi mál en ekkert gerist. Af hverju er ekki brugðist jafn hratt við að tækla þetta og gert er þegar náttúruhamfarir eiga sér stað, áfallateymi eru send, allir leggjast á eitt við að hjálpa. Af hverju vinnum við hlutina alltaf bara eftir á?
Núna kemur að því að það verður ekkert eftir á. Við verðum bara hér til að horfa á hvort annað deyja út af okkar eigin völdum og við erum að gera ekkert. Ekkert. Eða of lítið og of hægt.
Ég er brjáluð. Ökuskírteinið mitt gildir til 2060. Það er 10 árum eftir að spár gefa til kynna að jöklar landsins verða horfnir og þá verða bara nokkur ár í að 90% dýraríkis í kringum strendur Íslands verði horfið. Er fólk að gera sér grein fyrir þessu??
Kveðja,
Ein með loftlagskvíða og það ekki af ástæðulausu.