.

View Original

Utangátta í París

Fyrsta daginn í París keypti ég mér bjór til að fagna komu minni. Þegar heim var komið og búið að draga fram upptakarann sá ég að bjórinn var “Sans alcool”.

Þið sem kunnið ekki frönsku getið eflaust giskað á þýðingu þessa, en jú hann var áfengislaus og ógeðslegur.

Um daginn fór ég svo út í matvöruverslun og keypti mér pakka með litlum þurrkuðum pylsum. Ákvað að geyma þær aðeins og borða ekki strax, sem betur fer, því þegar ég tók kassann næst úr ísskápnum í einhverjum pælingum þá sá ég að ein tegundin af pylsunum í honum var “avec noix”.

Það eru hnetur. Bókstaflega eitt af því sem ég segi þegar ég segi “ég er með ofnæmi fyrir hnetum”

je suis allergique aux noix et arachides

—Miriam á veitingastöðum

Svo, á leiðinni heim af spunanámskeiðinu í kvöld ákvað ég að kaupa mér eitthvað að drekka. Hægara sagt en gert þar sem opnar matvöruverslanir eru af skornum skammti á sunnudagskvöldum og ég (verandi þunn) rosalega þyrst. Fann eina fína miðausturlenska sjoppu hérna nálægt sem var opin og seldi allskonar gos sem ég kannaðist ekki við. Mig langaði ekki í kók eða e-ð svona típískt svo ég ákvað að kippa með mér sódavatni, Schweppes, með lime.

Opna það á leiðinni heim og er bara vá hvað þetta er sjúklega gott.

Skoða dósina svo betur þegar ég legg hana frá mér inni “Virgin Mojito”.

Auðvitað var þetta gott. Sem betur fer var þetta ekki e-r hnetu-lime drykkur, þá hefði farið illa fyrir minni….